Eyrarrós slæða
Eyrarrós slæða
Eyrarrós slæða
Eyrarrós slæða
Eyrarrós slæða
Eyrarrós slæða

Eyrarrós slæða

12.900 kr
  

Eyrarrósar-slæðan er út fyrstu línu Morra, Sveigar, en þar voru silkislæður unnar út frá íslenskum jurtum og slæðingum.
Jurtir voru týndar, pressaðar, rannsakaðar og skissaðar í formi blómasveiga. Í handteiknuðu munstrinu má finna plöntur eins og holtasóley, blávingul, baldursbrá, vallhumal, hvítarfa, köldugras og eyrarrós.

Slæðan er appelsínurauð að lit með brúnleitum blómum og með ljósum kanti, en litirnir eru sóttir í íslenska náttúru. 

Eyrarrósar-slæðan passar vel utan um hálsinn, þægileg yfir axlir og hentar einnig í hárið.

Kemur í hvítri gjafaöskju.

Stærð:
B: 50cm, H: 140cm

Efni: 
100% silki, Light crepe de chine

Litir:
Rauðgulur, brúnn, bleikur, drapplitaður.

Þvottaleiðbeiningar:
Þurrhreinsun.

Prentað í Bretlandi.