Skilmálar


Viðskiptaskilmálar

Öll ákvæði skilmálanna hér fyrir neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Viðskiptaskilmálarnir gilda um sölu á vöru og þjónustu Morra til viðskiptavina. Einnig eru þeir samþykktir af viðskiptavini við staðfestingu á pöntun. 

 

Upplýsingar um seljanda

Signý Þórhallsdóttir, Súðarvogi 52 (Kænuvogsmegin), 104 Reykjavík /  Kennitala 250287-2249 / reikningsnr. 0111-26-110414 / sími 690 7847 / morra@morra.is

  

Pantanir

Morra tekur við pöntun um leið og greiðsla hefur borist. Viðskiptavinurinn fær staðfestingarpóst á uppgefið netfang. Sé varan ekki til á lager hefur seljandi samband við viðskiptavininn til að endurgreiða eða ræða aðra möguleika.

 

Verð

Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Morra sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. 

 

Sendingar

Við keyrum sjálf út pantanir á höfuðborgarsvæðinu en utan höfuðborgarsvæðisins sendum við með Íslandspósti. Einnig er hægt að sækja pantanir til okkar í Súðarvog 52. Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Verð á sendingum innanlands er 1.000 kr., og 3.000 kr til útlanda. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 20.000 kr eða meira.

 

Afhendingartími

Pantanir eru afgreiddar næsta virka dag. Á höfuðborgarsvæðinu keyrum við oftast út 1-2 dögum eftir að þær berast en sending með Íslandspósti getur tekið 3 daga.

 

Greiðslur 

Hægt er að inna greiðslu af hendi með greiðslukorti eða millifærslu á bankareikning. Valmöguleikarnir birtast á greiðslusíðu þegar gengið er frá pöntun og þarf að haka þar við réttan kost. Ef greiðsla hefur ekki borist innan tveggja daga telst pöntun ógild.  Kortaviðskipti fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor (valitor.is) sem hlotið hefur PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.

 

Skilafrestur og afgreiðsla

Vörum er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreitt. Skilyrði er að varan sé ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Viðskiptavinur er beðinn um að hafa samband við seljanda gegnum morra@morra.is eða í síma 690847 til að skila eða skipta vöru. Viðskiptavinir bera beinan kostnað af því að skila vöru, nema vara sé gölluð.

 

Trúnaður

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.

 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.