Flúrógrafía

Flúrógrafía er lína af silkisloppum og slæðum. Handteiknuð mynstrin voru unnin út frá gömlum, íslenskum útsaumsmynstrum, unnin og afbökuð til að hæfa stafrænni prentun.

Nafnið á línunni, Flúrógrafía, kom út frá samstarfi Morra og Pastels Blómastúdíó. Samstarfið var í formi innsetningar sem kynnt var á Hönnunarmars 2020.

Ljósmyndir: Katrín Lilja Ólafsdóttir
Módel: Hlín Björnsdóttir